Back to All Events

Smiðja í loftfimleikum og akróbatík hjá Fimleikadeild Hattar

  • Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum 26 Tjarnarbraut Egilsstaðir Iceland (map)

Fimleikaiðkendum í eldri hópum Fimleikadeildar Hattar býðst ókeypis smiðja í loftfimleikum (silki) og akróbatík. Leiðbeinendur koma úr röðum Sirkus Íslands og hafa áralanga reynslu af sirkuslistum. Í þessari skemmtilegu smiðju læra nemendur nemendur annars vegar grunnatriði í loftfimleikum þar sem hangið er í silki og hins vegar akróbatík, m.a. að búa til alvöru mennskan píramída.

Áhugasömum ungmennum á aldrinum 12-17 ára sem ekki iðka fimleika hjá Hetti en hafa grunn í fimleikum er velkomið að hafa samband við Emelíu, emeliaantonsdottir@gmail.com og fá að mæta í smiðjuna svo lengi sem pláss leyfir.

Leiðbeinendur: Eyrún Ævarsdóttir, Harpa Lind Ingadóttir
Aldur: 12-17 ára

Ekkert þátttökugjald.

Earlier Event: September 11
Vinnusmiðja í hljóðupptöku
Later Event: September 13
Sirkussmiðja