Back to All Events

UPPTAKTURINN Á AUSTURLANDI OPNAR

  • Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum 26 Tjarnarbraut Egilsstaðir Iceland (map)

Opnað fyrir umsóknir í Upptaktinn á Austurlandi, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

Opnar fyrir umsóknir: 14. sept kl. 16:00

Umsóknarfrestur: 14. okt kl. 16:00

Á hápunktinum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum verður tilkynnt um opnun fyrir umsóknir í Upptaktinn á Austurlandi!

Krakkar í 5.-10. bekk hafa kost á að senda inn drög að tónverki og komast inn í vinnustofur sem haldnar verða í vetur. Einn þátttakandi fær að taka þátt í upptaktinum í Reykjavík, vinnustofum og tónleikum í Hörpu í mars 2020.

Lengd tónverks skal vera 2 -6 mínútur að hámarki bæði einleiks og samleiksverk fyrir allt að fimm flytjendur. Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift eða með hljóðritun. Hugmyndir s.s. upptökur, nótur, texti eða grafísk lýsing má endilega fylgja með verkinu.

Aldur: 5.-10. bekkur

Tónverk skulu send á tonleikahus@tonleikahus.is fyrir 14. október 2019. Verkin verða yfirfarin nafnlaus af dómnefnd. Upplýsingar um nafn, aldur og skóla höfundar þurfa að fylgja verkinu.

Earlier Event: September 14
Hápunkturinn!