Back to All Events

BRASað á Minjasafninu – Fornleifasmiðja

  • Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum Laufskógar 1 Egilsstaðir, 700 Ísland (map)

Þátttakendur fá að leika fornleifafræðinga og grafa eftir „fornleifum“ í mold. Krakkarnir verða hvattir til að vinna eins og fornleifafræðingar, fara varlega, skrá upplýsingar um þá gripi sem þau finna og draga ályktanir, allt eftir aldri og þroska.

BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.

Ekkert þátttökugjald!

Earlier Event: September 16
Útivistarlistasmiðja í Hálsaskógi
Later Event: September 20
Danssmiðja