MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR SEYÐISFJÖRÐ
Sep
15
10:00 AM10:00

MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR SEYÐISFJÖRÐ

 • Herðubreið, Seyðisfjörður (map)
 • Google Calendar ICS

Nú verður gaman, því Maxímús Músíkús heldur í tónleikaferð um Austurland og Norðurland! Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiða saman hesta sína undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari.

Kammersveit flytur fyrsta ævintýrið um Maxímús;
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim. 

Aldur: Öll fjölskyldan (2-10 ára)

2.900kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)

Forsala: 13. september kl. 14:00-18:00 í síma 896 6971.

Fjórir tónleikar á Austurlandi helgina 14.-15. sept: Eskifirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.
Sjá nánar

View Event →
Þetta vilja börnin sjá
Sep
15
10:00 AM10:00

Þetta vilja börnin sjá

 • Sláturhúsið, Menningarsetur, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Farandsýningin Þetta vilja börnin sjá er sýning á vegum Borgarbókarsafnsins og sýnir hún teikningar úr þeim barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2018. Einnig geta gestir flett bókunum sjálfum.

Aldur: Sýningin er opin öllum en hugsuð fyrir eldri leikskólabörn og yngri grunnskólanemendur (Skólaheimsóknir þarf að skipuleggja í samráði við MMF.)

View Event →
Sólarprent
Sep
15
1:00 PM13:00

Sólarprent

 • Ströndin stúdíó, Seyðisfirði, Seyðisfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Einföld, skapandi og umhverfisvæn listsmiðja þar sem prentað er með aðstoð sólarljóss. Ljósmyndarar frá Ströndinni Studio munu leiða þátttakendur í gegnum ferlið. - Sólarprent er elsta ljósmyndaaðferðin og var áður notuð til að gera eftirmyndir af plöntum án þess að nota myrkraherbergi og framköllunarvökva. Þetta er jafnframt einfaldasta ljósmyndaðferðin og verður í smiðjunni notast við jurtir og blóm, gamlar negatívur eða klippimyndir til að setja saman myndirnar. Að smiðju lokinni munu þátttakendur taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Zuhaitz Akizu (fer fram á ensku)

Aldur: 6-12 ára  

Hámarksfjöldi: 8 börn (ásamt 1-2 fullorðnum sem fylgir hverju barni)

Ekkert þátttökugjald!

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig hjá fraedsla@skaftfell.is

View Event →
MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR VOPNAFJÖRÐ
Sep
15
3:00 PM15:00

MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR VOPNAFJÖRÐ

Nú verður gaman, því Maxímús Músíkús heldur í tónleikaferð um Austurland og Norðurland! Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiða saman hesta sína undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari.

Kammersveit flytur fyrsta ævintýrið um Maxímús;
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim. 

Aldur: Öll fjölskyldan (2-10 ára)

2.900kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)

Forsala: 13. september kl. 14:00-18:00 í síma 896 6971.

Fjórir tónleikar á Austurlandi helgina 14.-15. sept: Eskifirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.
Sjá nánar

View Event →
Útivistarlistasmiðja í Hálsaskógi
Sep
16
5:00 PM17:00

Útivistarlistasmiðja í Hálsaskógi

Mánudaginn 16. september ætlar Ungmennafélagið Neisti að bjóða upp á útivistarlistasmiðju í Hálsaskógi, í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna. Börn og fullorðnir hjálpast að við að skapa listaverk úr náttúrlegu hráefni sem þau finna sjálf í skóginum." Teknar verða ljósmyndir af ferlinu og lokaafurðum og þær kynntar á opinberum vettvangi.

Ekkert þátttökugjald

Opið öllum

View Event →
BRASað á Minjasafninu – Fornleifasmiðja
Sep
18
4:00 PM16:00

BRASað á Minjasafninu – Fornleifasmiðja

 • Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Þátttakendur fá að leika fornleifafræðinga og grafa eftir „fornleifum“ í mold. Krakkarnir verða hvattir til að vinna eins og fornleifafræðingar, fara varlega, skrá upplýsingar um þá gripi sem þau finna og draga ályktanir, allt eftir aldri og þroska.

BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.

Ekkert þátttökugjald!

View Event →
Danssmiðja
Sep
20
4:00 PM16:00

Danssmiðja

 • Íþróttahúsið á Reyðarfirði (map)
 • Google Calendar ICS

16:00 - 18:00
20., 21. og 22. september

Boðið er upp á námskeið í skapandi dansi fyrir krakka á aldrinum 10 - 18 ára. Í námskeiðinu verður unnið með og skoðað hvernig hægt er að spinna fram og tjá sig með líkamanum í gegnum dans. Æfingarnar sem unnið verður með örva ímyndunaraflið og efla samhæfingu líkamans ásamt því sem farið verður í hvernig líkamlegt minni virkar. Líkaminn er lifandi og farið verður í hvernig hægt er að tjá sig með honum og einnig skoðaðar nýjar leiðir til að nota hann og hreyfa sig. Þátttakendur koma til með að vinna sem einstaklingar ásamt því sem þeir vinna í hópum þar sem þeir læra að tjá sig saman sem ein heild á orkumikinn og skemmtilegan hátt!!

Leiðbeinandi: Katarzyna Paluch

Aldur: 10-18 ára. 

Hámarksfjöldi: 12 þáttakendur Sjá nánar

Ekkert þáttökugjald! Skráning á ari.allansson@fjardabyggd.is

Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram á íslensku, pólsku og ensku.

Sjá nánar

Warsztat - Taniec kreatywny

Zajęcia opierają się na zadaniach z improwizacji ruchowej oraz grach ruchowych pobudzających wyobraźnię i kreatywność. Ćwiczenia wykonywane podczas zajęć uczą koordynacji i pamięci ruchowej oraz świadomości ciała. Taniec kreatywny daje przestrzeń do szukania nowych ścieżek i możliwości ruchowych. Uczestnicy mają możliwość pracy z grupą, partnerem oraz indywidualnie. Uczą się komunikacji w grupie oraz szacunku dla innych. Zajęcia dają wiele radości, energii i aktywności ruchowej.

View Event →
Sólarprent
Sep
22
1:00 PM13:00

Sólarprent

 • Ströndin stúdíó, Seyðisfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Einföld, skapandi og umhverfisvæn listsmiðja þar sem prentað er með aðstoð sólarljóss. Ljósmyndarar frá Ströndinni Studio munu leiða þátttakendur í gegnum ferlið. - Sólarprent er elsta ljósmyndaaðferðin og var áður notuð til að gera eftirmyndir af plöntum án þess að nota myrkraherbergi og framköllunarvökva. Þetta er jafnframt einfaldasta ljósmyndaðferðin og verður í smiðjunni notast við jurtir og blóm, gamlar negatívur eða klippimyndir til að setja saman myndirnar. Að smiðju lokinni munu þátttakendur taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Zuhaitz Akizu (fer fram á ensku)

Aldur: 6-12 ára  

Hámarksfjöldi: 8 börn (ásamt 1-2 fullorðnum sem fylgir hverju barni)

Ekkert þátttökugjald!

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig hjá fraedsla@skaftfell.is

View Event →
Hæfileikakeppni Vopnafjarðar
Sep
22
5:00 PM17:00

Hæfileikakeppni Vopnafjarðar

 • Félagsheimilið Mikligarður, Vopnafirði (map)
 • Google Calendar ICS

Félagsmiðstöðin Drekinn heldur Hæfileikakeppni Vopnafjarðar 2019 sem haldin verður í Miklagarði, 22. september klukkan 18:00. Öll börn á Vopnafirði mega taka þátt sem einstaklingar og/eða í hóp. Söngur, dans, hljóðfæraleikur, leiklist, uppistand, spuni og töfrabrögð koma til greina. Verðlaun í boði. 

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

View Event →
Lesið fyrir háttinn. Náttfatasamkoma í Sláturhúsinu
Sep
24
7:30 PM19:30

Lesið fyrir háttinn. Náttfatasamkoma í Sláturhúsinu

 • Sláturhúsið menningarsetur, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Dagana 24. september og 8. október býður MMF börnum, 3 - 6 ára, í náttfataheimsókn í Sláturhúsið þar sem lesið fyrir úr barnabókum fyrir svefnin. Kertaljós og kósíheit í danssalnum. Forráðamenn og aðrir fullorðnir mæti einnig í náttfötum. Bangsar velkomnir.

Opið öllum, börn komi í fylgd forráðamanns.

Lestrarstundin stendur yfir í klukkustund, hefst 19:30 og lýkur 20:30.

View Event →
BRASað á Minjasafninu – Leikjasmiðja
Sep
25
4:00 PM16:00

BRASað á Minjasafninu – Leikjasmiðja

 • Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Hefur þú prófað að reisa horgemling eða sækja smjör í strokkinn? Í leikjasmiðjunni gefst gestum kostur á að prófa margvíslega leiki frá víkingatímum til okkar daga s.s. hnefatafl, myllu, rúnaspádóma, fara í brókina hans Skíða, hoppa í parís og margt fleira.

BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.

Ekkert þátttökugjald!

View Event →
Lesið fyrir háttinn. Náttfatasamkoma í Sláturhúsinu
Oct
8
7:30 PM19:30

Lesið fyrir háttinn. Náttfatasamkoma í Sláturhúsinu

Dagana 24. september og 8. október býður MMF börnum, 3 - 6 ára, í náttfataheimsókn í Sláturhúsið þar sem lesið fyrir úr barnabókum fyrir svefnin. Kertaljós og kósíheit í danssalnum. Forráðamenn og aðrir fullorðnir mæti einnig í náttfötum. Bangsar velkomnir.

Opið öllum, börn komi í fylgd forráðamanns.

Lestrarstundin stendur yfir í klukkustund, hefst 19:30 og lýkur 20:30.

View Event →
BRASað á Minjasafninu – Tálgunarsmiðja
Oct
9
4:00 PM16:00

BRASað á Minjasafninu – Tálgunarsmiðja

 • Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Gestir fá að prófa listina að tálga í tré undir leiðsögn Bjarka Sigurðssonar. Hnífar og efni á staðnum.

BRASað á Minjasafninu er yfirskrift dagskrár sem Minjasafn Austurland stendur fyrir. Dagskráin samanstendur af þremur smiðjum þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta átt skemmtilega samverustund að loknum skóladegi en allar smiðjurnar fara fram frá klukkan 16:00 til 18:00.

Aldurstakmark: 7 ára.

Ekkert þátttökugjald!

View Event →

UPPTAKTURINN Á AUSTURLANDI OPNAR
Sep
14
4:00 PM16:00

UPPTAKTURINN Á AUSTURLANDI OPNAR

 • Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Opnað fyrir umsóknir í Upptaktinn á Austurlandi, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

Opnar fyrir umsóknir: 14. sept kl. 16:00

Umsóknarfrestur: 14. okt kl. 16:00

Á hápunktinum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum verður tilkynnt um opnun fyrir umsóknir í Upptaktinn á Austurlandi!

Krakkar í 5.-10. bekk hafa kost á að senda inn drög að tónverki og komast inn í vinnustofur sem haldnar verða í vetur. Einn þátttakandi fær að taka þátt í upptaktinum í Reykjavík, vinnustofum og tónleikum í Hörpu í mars 2020.

Lengd tónverks skal vera 2 -6 mínútur að hámarki bæði einleiks og samleiksverk fyrir allt að fimm flytjendur. Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift eða með hljóðritun. Hugmyndir s.s. upptökur, nótur, texti eða grafísk lýsing má endilega fylgja með verkinu.

Aldur: 5.-10. bekkur

Tónverk skulu send á tonleikahus@tonleikahus.is fyrir 14. október 2019. Verkin verða yfirfarin nafnlaus af dómnefnd. Upplýsingar um nafn, aldur og skóla höfundar þurfa að fylgja verkinu.

View Event →
Hápunkturinn!
Sep
14
4:00 PM16:00

Hápunkturinn!

 • Íþróttamiðstöðin, Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Hápunktur BRAS 2019 verður haldinn á Egilsstöðum í ár!

Frábær dagskrá fyrir alla aldurshópa í íþróttamiðstöðinni.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Hápunktsins!

DAGSKRÁ:
Kl.16:00-17:15 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ
-Kynnar eru Almar Blær og Sigurbjörg Lovísa
-Hátíðarræða BRAS
-nemendasirkussýning
-BRAS dansinn
-Sýning nemenda úr BRAS smiðjum
-Sirkussjoppan opin

Kl.17:15-18:10 BÆJARSIRKUSINN
Bæjarsirkusinn er glæsileg sirkussýning þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins. Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður! Frábær sýning fyrir alla fjölskylduna.

18:15-19:00 KRAKKADISKÓ og PYLSUPARTÍ
-JAXZY þeytir skífum
-Fimleikadeild Hattar verður með pylsusölu
-Krítargólf!
-Glaðningur frá BRAS fyrir alla krakka

Fréttamenn úr Fjarðabyggð verða á staðnum í samstarfi við UngRÚV!

View Event →
MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR EGILSSTAÐI
Sep
14
2:30 PM14:30

MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR EGILSSTAÐI

 • Egilsstaðakirkja, Egilsstaðir (map)
 • Google Calendar ICS

Nú verður gaman, því Maxímús Músíkús heldur í tónleikaferð um Austurland og Norðurland! Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiða saman hesta sína undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari.

Kammersveit flytur fyrsta ævintýrið um Maxímús;
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim. 

Aldur: Öll fjölskyldan (2-10 ára)

2.900kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)

Forsala: 13. september kl. 14:00-18:00 í síma 896 6971.

Fjórir tónleikar á Austurlandi helgina 14.-15. sept: Eskifirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.
Sjá nánar

View Event →
MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR ESKIFJÖRÐ
Sep
14
10:30 AM10:30

MAXÍMÚS MÚSÍKÚS HEIMSÆKIR ESKIFJÖRÐ

 • Tónlistarmiðstöð Austurlands, Eskifirði (map)
 • Google Calendar ICS

Nú verður gaman, því Maxímús Músíkús heldur í tónleikaferð um Austurland og Norðurland! Sinfóníuhljómsveit Austurlands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leiða saman hesta sína undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur, höfundar Maxímúsar. Sögumaður er Almar Blær Sigurjónsson, leikari.

Kammersveit flytur fyrsta ævintýrið um Maxímús;
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Ógleymanleg fjölskyldustund með tónelsku músinni sem hefur glatt börn og fjölskyldur um allan heim. 

Aldur: Öll fjölskyldan (2-10 ára)

2.900kr. (frítt fyrir 6 ára og yngri)

Forsala: 13. september kl. 14:00-18:00 í síma 896 6971.

Fjórir tónleikar á Austurlandi helgina 14.-15. sept: Eskifirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.
Sjá nánar

View Event →
Sirkussmiðja
Sep
13
1:00 PM13:00

Sirkussmiðja

Skemmtileg sirkussmiðja fyrir börn og ungmenni sem vilja kynnast sirkuslistum. M.a. verður kennt að "juggla" og fleira. Námskeiðið er sniðið að byrjendum. Leiðbeinendur koma úr röðum Sirkus Íslands og búa yfir áralangri reynslu af sirkuslistum. 

Leiðbeinendur: Axel Diego, Bjarni Árnason, Jóakim Kvaran,
Staðsetning: Íþróttahús Seyðisfjarðar
Aldur: 5-10.bekkur
Fjöldi: 5-15.

Smiðjan er ókeypis en senda þarf skráningu á emeliaantonsdottir@gmail.com

View Event →
Smiðja í loftfimleikum og akróbatík hjá Fimleikadeild Hattar
Sep
11
6:00 PM18:00

Smiðja í loftfimleikum og akróbatík hjá Fimleikadeild Hattar

 • Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Fimleikaiðkendum í eldri hópum Fimleikadeildar Hattar býðst ókeypis smiðja í loftfimleikum (silki) og akróbatík. Leiðbeinendur koma úr röðum Sirkus Íslands og hafa áralanga reynslu af sirkuslistum. Í þessari skemmtilegu smiðju læra nemendur nemendur annars vegar grunnatriði í loftfimleikum þar sem hangið er í silki og hins vegar akróbatík, m.a. að búa til alvöru mennskan píramída.

Áhugasömum ungmennum á aldrinum 12-17 ára sem ekki iðka fimleika hjá Hetti en hafa grunn í fimleikum er velkomið að hafa samband við Emelíu, emeliaantonsdottir@gmail.com og fá að mæta í smiðjuna svo lengi sem pláss leyfir.

Leiðbeinendur: Eyrún Ævarsdóttir, Harpa Lind Ingadóttir
Aldur: 12-17 ára

Ekkert þátttökugjald.

View Event →
Vinnusmiðja í hljóðupptöku
Sep
11
5:00 PM17:00

Vinnusmiðja í hljóðupptöku

 • Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Tónlistaráhugafólki á aldrinum 12-22 ára er boðið í kynningu á hljóðupptöku í Stúdíó Síló í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Þátttakendur eru leiddir í gegnum hvernig hljóðupptaka í fullkomnu upptökustúdíói fer fram undir handleiðslu hljóðupptökumannsins Vinny Wood. Þátttakendur eru leiddir í gegnum upptökuferlið í stúdíói og hvernig hægt er að vinna með upptökur og hljóðblöndun.

Smiðjan verður haldin tvisvar, annarsvegar 9. september og hinsvegar 11. september.
Örfá pláss laus!

9. september kl. 17:00-20:00
11. september kl. 17:00-20:00

Leiðbeinandi: Vinny Wood
Aldur: 12-22 ára
Hámarksfjöldi: 6
Vinnustofan fer fram á ensku, en ekki er gerð krafa um enskukunnáttu. 

Ekkert þátttökugjald!
Skráning fer fram á netfanginu vinny@inhere.is


View Event →
SIRKUSSMIÐJA HJÁ FIMLEIKADEILD LEIKNIS
Sep
10
5:30 PM17:30

SIRKUSSMIÐJA HJÁ FIMLEIKADEILD LEIKNIS

 • Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Sirkussmiðja hjá Fimleikadeild Leiknis

Fimleikaiðkendum í eldri hópum Fimleikadeildar Leiknis býðst ókeypis sirkussmiðja. Leiðbeinendur koma úr röðum Sirkus Íslands og hafa áralanga reynslu af sirkuslistum. Í þessari skemmtilegu smiðju læra nemendur m.a. að "juggla" og akróbatík æfingar, t.d. að búa til alvöru mennskan píramída.

Áhugasömum ungmennum á aldrinum 10-17 ára sem ekki iðka fimleika hjá Leikni er velkomið að hafa samband við Emelíu, emeliaantonsdottir@gmail.com og fá að mæta í smiðjuna svo lengi sem pláss leyfir.

Leiðbeinendur: Axel Diego, Bjarni Árnason

Aldur: 10-17 ára

Ekkert þátttökugjald!

View Event →
Vinnusmiðja í hljóðupptöku
Sep
9
5:00 PM17:00

Vinnusmiðja í hljóðupptöku

 • Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Tónlistaráhugafólki á aldrinum 12-22 ára er boðið í kynningu á hljóðupptöku í Stúdíó Síló í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Þátttakendur eru leiddir í gegnum hvernig hljóðupptaka í fullkomnu upptökustúdíói fer fram undir handleiðslu hljóðupptökumannsins Vinny Wood. Þátttakendur eru leiddir í gegnum upptökuferlið í stúdíói og hvernig hægt er að vinna með upptökur og hljóðblöndun.

Smiðjan verður haldin tvisvar, annarsvegar 9. september og hinsvegar 11. september.
Örfá pláss laus!

9. september kl. 17:00-20:00
11. september kl. 17:00-20:00

Leiðbeinandi: Vinny Wood
Aldur: 12-22 ára
Hámarksfjöldi: 6
Vinnustofan fer fram á ensku, en ekki er gerð krafa um enskukunnáttu. 

Ekkert þátttökugjald!
Skráning fer fram á netfanginu vinny@inhere.is

View Event →
Grunnáfangi í sirkuslistum
Sep
9
to Sep 14

Grunnáfangi í sirkuslistum

 • Grunnskóli Reyðarfjarðar (map)
 • Google Calendar ICS

Grunnáfangi í sirkuslistum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Skemmtilegur áfangi sem veitir grunnþekkingu í tækni og vinnu í sirkuslistum. Nemendur kynnast grunntækni í ýmsum sirkuslistum, s.s. akróbatík, djöggli, diabolo og loftfimleikum. Áfanginn er sniðinn að byrjendum og er engin þörf á fyrri reynslu. Í lok námskeiðs sýna nemendur á Fjölskylduhátíð BRAS í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, þar munu þau einnig kynnast tæknihliðum þess að setja upp sirkussýningu á verklegan hátt. Leiðbeinendur hafa fjölbreyttan bakrunn og koma úr röðum Sirkus Íslands og hafa áralanga reynslu af sirkuslistum.

Leiðbeinendur: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Bjarni Árnason, Harpa Lind Ingvadóttir, Axel Diego, Emelía Antonsdóttir Crivello

Kennsludagar:

 • Mánudagur kl. 18-20

 • Þriðjudagur kl. 18-20

 • Miðvikudagur kl. 18-20

 • Fimmtudagur kl. 18-20

 • Föstudagur kl. 17-19

 • Laugardagur kl. 11-21  (með hléum)

Skráning fer fram í skólunum (VA og ME) en einnig má hafa samband við Emelíu í gegnum emeliaantonsdottir@gmail.com

Kennslurými: Grunnskóli Reyðarfjarðar

Einingafjöldi: 1     

Nemendur mæta í íþróttafötum/fötum sem hægt er að hreyfa sig í.   
Athugið að námskeiðið er einnig opið öllum áhugasömum ungmennum á aldrinum 14-22 ára svo lengi sem pláss leyfir, hafið samband við Emelíu, emeliaantonsdottir@gmail.com
Ekkert þátttökugjald.

View Event →
Ungt fólk prentar
Sep
8
10:00 AM10:00

Ungt fólk prentar

 • Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Stutt listsmiðja fyrir ungt fólk á aldrinum 12 ára og eldri þar sem þau fá að kynnast grunnaðferðum háprents (með því að nota letur og klisjur) og lágprents (með því að skera út myndir í linoleumdúk og nota svo til að prenta). Litríkt og skemmtilegt prentævintýri á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði undir handleiðslu listamannsins og prentarans Piotr Kolakowski. Að smiðjunni lokinni fá þátttakendur að taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Piotr Kolakowski (fer fram á ensku)

Aldur: 12 ára og eldri

Hámarksfjöldi: 8 (mega koma með fullorðnum en mega líka koma ein)

Ekkert þátttökugjald!

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig hjá fraedsla@skaftfell.is 

View Event →
Krakkar prenta
Sep
7
10:00 AM10:00

Krakkar prenta

 • Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði (map)
 • Google Calendar ICS

Sutt listsmiðja fyrir börn á aldrinum 6-11 ára þar sem þau fá að kynnast grunnaðferðum við lágprentun með því að teikna á frauðplastplötur og nota þær svo til að prenta með (intaglio pressu). Litríkt og skemmtilegt prentævintýri á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði undir handleiðslu listamannsins og prentarans Piotr Kolakowski. Að smiðjunni lokinni fá börnin að taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Piotr Kolakowski (fer fram á ensku)

Aldur: 6-11  ára 

Hámarksfjöldi: 8 (ásamt 1-2 fullorðnum sem fylgir hverju barni)

Ekkert þátttökugjald!

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig hjá fraedsla@skaftfell.is 

View Event →
HEIÐDÍS LÍF & LÍF TRYGGVA
Sep
5
4:00 PM16:00

HEIÐDÍS LÍF & LÍF TRYGGVA

Heiðdís Líf Fannarsdóttir, 13 ára nemi í Nesskóla sýnir myndverk í faðmi verka Tryggva Ólafssonar í Safnahúsinu í Neskaupstað. Heiðdís Líf hefur brennandi áhuga á myndlist og hefur sýnt mikla eljusemi við að mála og teikna á síðustu árum. Allir velkomnir!

Kakó og kleinur í boði Hildibrand og Sesam bakarís

Aldur: Allir aldurshópar.
Opnun:
Kl. 16:00 þann 5. september. 
Sýningin er opin: 6.-8. september kl. 14:00-17:00.
Aðgangur ókeypis.

Sjá nánarView Event →
Dansleikhúsnámskeið
Aug
26
10:00 AM10:00

Dansleikhúsnámskeið

 • Sláturhúsið menningarsetur, Egilssöðum (map)
 • Google Calendar ICS

Um er að ræða tvö dansleikhúsnámskeið, annað fyrir aldurshópinn 6 - 9 ára og hitt fyrir 13 - 16 ára. Gert er ráð fyrir að um 10 börn geti tekið þátt í hvoru námskeiði.
Námskeiðin hefjast 26. ágúst og verður æft tvisvar í viku eða í 10 skipti í allt. Æft er í 90 mín. í senn. Námskeiðunum lýkur með dansleikhússýningum 27. september.
Leiðbeinandi er Katarzyna Paluch, pólsk danslistakona. Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram á íslensku, pólsku og ensku.

Leiðbeinandi: Katarzyna Paluch (fer fram á ensku)

Aldur: 6-9 ára / 13-16 ára 

Hámarksfjöldi: 10 börn (ásamt 1-2 fullorðnum sem fylgir hverju barni)

Námskeiðsgjald! 7.500 kr. Skráning á mmf@egilsstadir.is

View Event →