BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi er hafin í sjötta sinn. Hátíðin vex og þróast í krafti samstarfs fjölmargra ólíkra aðila sem allir hafa það að markmiði að efla barnamenningu á Austurlandi.

Þema ársins 2023 er hringurinn og nafn hátíðarinnar „Hringavitleysa“. Hringurinn, sem form, hefur hvorki upphaf né endi, allt fer í hringi, við fæðumst lifum og deyjum. Tíska, listir, jörðin, sólin og tunglið, hringrásarhagkerfi og svo margt fleira – fer í hringi og/eða hafa lögun hringsins.  Nafnið er tilkomið af því að við ætlum að sletta ærlega úr klaufunum, hafa gleðina, sköpunarkraftinn og lífsviljann að vopni.

Nú sem áður er BRAS unnið í frábæru samstarfi við menningarmiðstöðvarnar þrjár á Austurlandi, sveitarfélög, skóla, stofnanir, austfirskt listafólk og List fyrir alla. Við hlökkum til að vera með ykkur í haust þar sem gleðin, hið óvænta og hversdagslega verða í fyrirrúmi.

BRAS er samstarfs- og samvinnuverkefni skóla og sveitarfélaga á Austurlandi auk Skólaskrifstofunnar og List fyrir Alla. Verkefnisstjórn er á vegum Austurbrúar í mjög góðu og nánu samstarfi við sveitarfélög, menningarstofnanir og skólaskrifstofu Austurlands. frá upphafi hefur samstarfið verið metnaðurfullt og mikil samstaða um að hátíðin sé vegleg og fái að þróast, dafna og vaxa. Í dag er BRAS einn af stærstu viðburðunum sem haldnir eru í fjórðungnum sem gleður mjög enda er öflugt menningarstarf ein af grunnstoðum samfélagsins.

Hátíðin er samstarfsverkefni sveitarélaganna, menningarmiðstöðva á Austurlandi, List fyrir alla og Austurbrúar.

Styrktaraðilar

Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Barnamenningarsjóður, Sóknaráætlun Austurlands og Alcoa Fjarðarál

Merki BRAS

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Verkefnisstjóri BRAS
Netfang: [email protected]