Rey%C3%B0arfj%C3%B6r%C3%B0ur-Photo-Sebastian-Ziegler-107.jpg

Auk opinna viðburða BRAS er fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá lokaðra
viðburða í leik, grunn, og framhaldsskólum í fjórðungnum.
 

Acro, djöggl, diabolo og loftfimleikar

Á Reyðarfirði verður Sirkussmiðja fyrir nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands þar sem þau fá að kynnast grunntækni í sirkuslistum. Bakgrunnur leiðbeinanda kemur úr leiklist, myndlist og sirkuslistanámi. Þau búa yfir áralangri reynslu af sirkuslistum og hafa tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis.

Einnig verður boðið uppá Sirkussmiðju í Grunnskólanum á Seyðisfirði fyrir nemendur í 5–10 bekk.

Frá sýningu Sirkus Íslands. Ljósmynd: Sirkus Íslands

Frá sýningu Sirkus Íslands. Ljósmynd: Sirkus Íslands

Vantar myndatexta.

Vantar myndatexta.

Listsköpun með Michelle

Djúpavogshreppur býður áhugasömum unglingum í 7. - 10. bekk að taka þátt í listsköpun með listakonunni Michelle Bird. Hún vinnur með unglingunum dagana 9. - 12. september frá kl. 17.30 - 19.00 og mun vinnan fara fram í Djúpvogsskóla. 

Lokaafurðir verða kynntar á opinberum vettvangi að smiðju lokinni og koma nánari upplýsingar um það síðar.

Leikhús og myndlist á Vopnafirði

17. september ætla Vopnfirskir listamenn bjóða 7–10 ára nemendum uppá spennandi myndlistarsmiðju í Vopnafjarðarskóla.

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið og býður upp á tvær leiksýningar fyrir nemendur leik, og grunnskóla þann 20. september. Fyrir hádegi verður börnum á leikskólaaldri og í 1 bekk grunnskóla boðið á leiksýninguna Ég get sem er ljóðræn leiksýning fyrir yngri kynslóðina. Höfundur er Peter Engkvist og leikstjóri Björn Ingi Hilmarsson. Eftir hádegi býður Þjóðleikhúsið nemendum í 8–10 bekk á leiksýninguna Velkomin heim eftir Maríu Thelmu Smáradóttur í leikstjórn Andreu Vilhjálmsdóttur og Köru Hergils.

Þann 25. september ætla nemendur leikskólans Brekkubæjar ætla að bjóða nemendum úr 1–4 bekk grunnskólans í heimsókn.  

Úr verkinu Ég get.  Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt.  Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Úr verkinu Ég get. Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt.
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, mynda leikhópinn Flækju.

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, mynda leikhópinn Flækju.

„Það og Hvað“ flakka um Austurland

Leikhópurinn Flækja ferðast um Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð með sýninguna “Það og Hvað”, dagana 4.-9. september. “Það og Hvað” eru forvitnar um lífið og tilveruna og þurfa hjálp barnanna við að svara stóru spurningunum. Þær tjá vangaveltur sínar með söng og dansi. Sýnining er litrík, einlæg og skemmtileg.

Ritlist og tjáning

Viktoría Blöndal býður uppá smiðjur í ritlist og tjáningu í grunnskólum Fjarðabyggðar 2.-5. september og í grunnskólum og félagsmiðstöðvum Fljótsdalshéraðs 6.-12. september.

Ritlist og tjáning

Viktoría Blöndal býður uppá smiðjur í ritlist og tjáningu í grunnskólum Fjarðabyggðar 2.-5. september og í grunnskólum og félagsmiðstöðvum Fljótsdalshéraðs 6.-12. september.