Rey%25C3%25B0arfj%25C3%25B6r%25C3%25B0ur-Photo-Sebastian-Ziegler-107.jpg

Fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá í leik, grunn, og framhaldsskólum á Austurlandi.

Fyrir utan dagskrá opinna viðburða er mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í skólum fjórðungsins sem við hvetjum alla til að kynna sér. Út um allt Austurland verða áhugaverðar smiðjur og viðburðir fyrir alla aldurshópa. Þjóðleikhúsið flakkar um fjórðunginn með leiksýningarnar Ómar Orðabelg, Velkomin heim og Ég get. Leikhópurinn Flækja ferðast um Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð með sýninguna “Það og Hvað”. Gunnar Ben úr Skálmöld verður með tónlistarsmiðjur fyrir nemendur í 5.–10. bekk en þær eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum. Skaftfell menningarmiðstöð verður með fræðsluverkefni um alþýðulist og Sláturhúsið menningarsetur býður nemendum á öllum aldri í heimsókn á sýninguna Sunnifa „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“ svo eitthvað sé nefnt.

Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar um þær smiðjur og viðburði sem í boði eru í hverju sveitarfélagi.  

BRAS í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar

2.–5. september verður boðið uppá smiðjudaga fyrir 7.-10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar.

Leiklistarsmiðja með Benedikt Gröndal
Raftónlistarsmiðja með Vinny Wood
Videolistasmiðja með Ara Allanssyni
Íþróttalist með Eyrúnu Ævarsdóttur
Orðaleikur með Viktoríu Blöndal
Myndlistarsmiðja með Önnu Bjarnadóttur

4.–9. september Gunnar Ben úr Skálmöld stýrir tónlistarsmiðjum fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólanna. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

5.–6. september verður leiksýningin Það og Hvað í öllum leikskólum Fjarðabyggðar. Sýningin er u.þ.b. 30 mínútur og hentar börnum á aldrinum 1–6 ára. Aðalpersónur sýningarinnar eru Það og Hvað. Þær eru forvitnar um lífið og tilveruna og þurfa hjálp barnanna við að svara stóru spurningunum. Þær tjá vangaveltur sínar með söng og dansi.  Sýningin er litrík, einlæg og skemmtileg. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.

10. september verður grunnskólanemendum frá Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði er boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Fáskrúðsfjarðar.

11. september verður grunnskólanemendum frá Eskifirði og Neskaupstað boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Eskifjarðar.

24.–26. september verða tvær leiksýningar í boði Þjóðleikhússins. Annars vegar er það leiksýningin Ómar orðabelgur sem verður fyrir leikskólabörn á aldrinum 4–6 ára. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér . Hinsvegar verður sýningin Velkomin heim í boði fyrir elstu bekki grunnskólanna. Nánari upplýsingar um hana má finna hér.

28. september Þrjár skapandi smiðjur verða starfræktar á Kuldabola, tjaldútilegu félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin er í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þrjúhundruð ungmenni af öllu Austurlandi fá að taka þátt í stompsmiðju, íþróttalistasmiðju og teiknismiðju.

Leiðbeinandi frá Skaftfelli menningarmiðstöð mun fræða nemendur á ýmsum skólastigum um íslenska alþýðulist. Einnig verður boðið upp á heimsókn í Skaftfell og vinna þar undir leiðsögn starfsfólks miðstöðvarinnar.

Nemendum 8.–10. bekkjar er boðið á sýninguna Sunnifa – „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“ í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Nemendum er boðið upp á leiðsögn um sýninguna og stuttan fyrirlestur og spjall að henni lokinni.

Hljóðupptökustjórinn Vinnie Vamos í stúdíó Síló. Ljósmynd: Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði

Hljóðupptökustjórinn Vinnie Vamos í stúdíó Síló. Ljósmynd: Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði

Ljósmynd í eigu Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur af verki alþýðulistamannsins Ásgeirs Jóns Emilssonar (1931-1999).

Ljósmynd í eigu Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur af verki alþýðulistamannsins Ásgeirs Jóns Emilssonar (1931-1999).

BRAS í leik- og grunnskólum Fljótsdalshéraðs

3.–4. september verður boðið upp á leiksýninguna Það og Hvað fyrir leikskólabörn. Sýningin er u.þ.b. 30 mínútur og hentar börnum á aldrinum 1–6 ára. Aðalpersónur sýningarinnar eru Það og Hvað. Þær eru forvitnar um lífið og tilveruna og þurfa hjálp barnanna við að svara stóru spurningunum. Þær tjá vangaveltur sínar með söng og dansi.  Sýningin er litrík, einlæg og skemmtileg. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.

9.–12. september verður boðið upp á smiðju í Ritlist og tjáningu. Unnið verður með jákvæða tjáningu með orðum, leikjum og sjálfseflingu. Allir fá rými til að koma hugmyndum sínum á framfæri, hvort sem það er með því að skrifa sögur með blaði og penna eða búa til sögur í skýjunum, með steinum eða úr sandi. Allt má og allir fá tækifæri til að hugsa upphátt. Skemmtilegir og sjálfseflandi leikir, jákvætt hugafar. Smiðjan verður í Fellaskóla fyrir nemendur í 8.–10. bekk. Nemendur 2. bekkjar í Egilsstaðaskóla og fyrir alla nemendur Brúarásskóla.

9.-10. september verður Gunnar Ben úr Skálmöld með tónlistarsmiðjur fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólana. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

11. og 24. September. Leiðbeinandi frá Skaftfelli menningarmiðstöð mun fræða nemendur á ýmsum skólastigum um íslenska alþýðulist. Einnig verður boðið upp á heimsókn í Skaftfell og vinna þar undir leiðsögn starfsfólks miðstöðvarinnar.

12. september verður grunnskólanemendum frá Egilsstöðum, Fellabæ, Brúarási, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði og Vopnafirði er boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Egilsstaða.

Grunnskólanemendum frá Egilsstöðum, Fellabæ, Brúarási, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði og Vopnafirði er boðið í sirkus og bjóðum við  bæjarsirkusinn velkominn í bæinn!

19. september verður nemendum 8.–10. bekkjar Egilsstaðaskóla, Brúarásskóla og Fellaskóla boðið á sýninguna Sunnifa – „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“ í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Nemendum er boðið upp á leiðsögn um sýninguna og stuttan fyrirlestur og spjall að henni lokinni.

23. september verða tvær leiksýningar í boði Þjóðleikhússins. Annars vegar er það leiksýningin Ómar orðabelgur sem verður fyrir elsta árgang leikskólabarna og nemendur 1. bekkjar. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér. Hins vegar verður sýningin Velkomin heim í boði fyrir 8., 9. og 10. bekki grunnskólanna. Sýningarnar verða í Valaskjálf. Nánari upplýsingar um hana má finna hér.

Þjóðsagna „stopmotion“ Verkefnið gengur út á að sagnahefð fortíðar og sköpunaraðferðir nútímans eru sameinaðar í eitt. Í námsefni Minjasafnsins er fræðslupakki um þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. Pakkinn inniheldur margvísleg verkefni tengd sögum Sigfúsar. Nemendur vinna með efnið í skólanum (að eins miklu leyti og kennarar vilja) og koma síðan í heimsókn í Safnahúsið þar sem boðið er upp smiðju þar sem nemendur gera “stop motion“ mynd (hreyfimynd) upp úr þjóðsögu að eigin vali undir leiðsögn leiðbeinenda.

Að skapa úr bókum – endurnýting og listsköpun Nemendum verður boðið að koma í Safnahúsið og skapa listaverk úr bókum undir handleiðslu leiðbeinanda. Efniviðurinn kemur frá Bókasafni Héraðsbúa. Í kjölfarið verður sett upp sýning með verkunum í Safnahúsinu.

Maður og náttúra Útiverudagar í upphafi skólans að hausti notaðir til að safna „efnivið“ í ýmsu formi í listræna vinnu í framhaldinu í skólunum. Möguleg úrvinnsla getur t.d. verið í formi myndlistar, sögugerðar eða ljóðagerðar sem tengist svæðinu, unnið með þjóðsögur frá svæðinu, osfr.

Söngstund leikskólabarna og yngstu nemenda grunnskóla Elstu leikskólabörnin og yngstu börn grunnskólanna á Fljótsdalshéraði æfa þrjú lög eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur með nemendum og kennurum tónlistarskólanna og flytja þau fyrir foreldra og forráðafólk. Tónlistin er útsett af Sigursveini Magnússyni. Söngstundin verður í Egilsstaðakirkju 9. október

Af opnun sýningarinnar Sunnifa „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“. Ljósmynd: Ingvi Örn Þorsteinsson

Af opnun sýningarinnar Sunnifa „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“. Ljósmynd: Ingvi Örn Þorsteinsson

Vantar myndatexta.

Vantar myndatexta.

BRAS í Djúpavogsskóla

9.–12. september Djúpavogshreppur býður áhugasömum unglingum í 7.–10. bekk að taka þátt í listsköpun með listakonunni Michelle Bird. Hún vinnur með unglingunum dagana 9. - 12. september frá kl. 17.30 - 19.00 og mun vinnan fara fram í Djúpvogsskóla. 
Lokaafurðir verða kynntar á opinberum vettvangi að smiðju lokinni og koma nánari upplýsingar um það síðar.

10. september verður Grunnskólanemendum frá Djúpavogi boðið í sirkus ásamt nemendum frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði í Íþróttamiðstöð Fáskrúðsfjarðar.

6. september verður Gunnar Ben úr Skálmöld með tónlistarsmiðjur fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólana. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

BRAS í leik- og grunnskólum Vopnafjarðar

5. september verður Gunnar Ben úr Skálmöld með tónlistarsmiðjur fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólana. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

12. september verður grunnskólanemendum frá Vopnafirði ásamt nemendum frá Egilsstöðum, Fellabæ, Brúarási, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Egilsstaða.

17. september ætla Vopnfirskir listamenn bjóða 7–10 ára nemendum uppá spennandi myndlistarsmiðju í Vopnafjarðarskóla.

20. september Þjóðleikhúsið er á ferð um landið og býður upp á tvær leiksýningar á Vopnafirði fyrir nemendur leik, og grunnskóla. Fyrir hádegi verður börnum á leikskólaaldri og í 1. bekk grunnskóla boðið á leiksýninguna Ég get sem er ljóðræn leiksýning fyrir yngri kynslóðina. Höfundur er Peter Engkvist og leikstjóri Björn Ingi Hilmarsson. Eftir hádegi býður Þjóðleikhúsið nemendum í 8.–10. bekk á leiksýninguna Velkomin heim eftir Maríu Thelmu Smáradóttur í leikstjórn Andreu Vilhjálmsdóttur og Köru Hergils.

25. september ætla nemendur leikskólans Brekkubæjar að bjóða nemendum úr 1.–4. bekk grunnskólans í heimsókn.  

Úr verkinu Ég get.  Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt.  Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Úr verkinu Ég get. Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt.
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Frá setningu BRAS 2018 í Herðubreið á Seyðisfirði þar sem tónlistarsköpun barna og unglinga var í aðalhlutverki.

Frá setningu BRAS 2018 í Herðubreið á Seyðisfirði þar sem tónlistarsköpun barna og unglinga var í aðalhlutverki.

BRAS í leik og grunnskólum Seyðisfjarðar

5. september verður Gunnar Ben úr Skálmöld með tónlistarsmiðjur fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólana. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

12. september verður grunnskólanemendum frá Seyðisfirði ásamt nemendum frá Egilsstöðum, Fellabæ, Brúarási, Borgarfirði eystri og Vopnafirði boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Egilsstaða.

BRAS í leik og grunnskólum á Borgarfirði

10. september verður Gunnar Ben úr Skálmöld með tónlistarsmiðjur fyrir börn í 5.–10 bekk. Vinnusmiðjan ferðast milli skólana og grunnskólanum á Borgarfirði er boðið í heimsókn upp á Hérað. Tónlistarsmiðjurnar eru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar, Upptaktinum á Austurlandi, sem snýr að tjáningu gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10.bekk.

12. september verður grunnskólanemendum frá Borgarfirði Eystri ásamt nemendum frá Egilsstöðum, Fellabæ, Brúarási, Vopnafirði og Seyðisfirði boðið í sirkus í Íþróttamiðstöð Egilsstaða.

Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun, fræðsluverkefni Tónlistarmiðstöðvar.

Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun, fræðsluverkefni Tónlistarmiðstöðvar.