BRAS
BRAS
menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi

Bras---web.jpg

BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í annað sinn í september 2019 um allt Austurland og verður þemaverkefni hátíðarinnar „Tjáning án tungumáls“. Þar munu aðferðir myndlistar, tónlistar, dans og sirkuss verða nýttar til tjáningar, samveru og fjölbreyttrar skapandi vinnu.

F%C3%A1skr%C3%BA%C3%B0sfj%C3%B6r%C3%B0ur-Photo-Sebastian-Ziegler-112.jpg

Fræðsluverkefni
Tónlistarmiðstöðvar Austurlands

Áhersluverkefni Tónlistarmiðstöðvarinnar snýr að tjáningu í gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og verður því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10. bekk.
Lesa meira

Fræðsluverkefni Skaftfells - myndlistarmiðstöð Austurlands

Skaftfell býður upp á farandlistsmiðju þar sem nemendur fá tækifæri til að fræðast um íslenska alþýðulist og alþýðulistamenn og vinna síðan verkefni í kjölfarið. Leiðbeinandi á vegum Skaftfells mun ferðast í alla skóla Austurlands og verður öllum nemendum á miðstigi boðin þátttaka. Verkefnið er einnig hluti af List fyrir alla. Lesa meira

 

Fræðsluverkefni Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs

Fræðsluverkefnið byggir á annarri af tveimur sumarsýningum Sláturhússins 2019. Í sýningunni er sögð saga Sunnefu Jónsdóttur frá Geitavík í Borgarfirði sem skoða má sem óleyst sakamál frá 18. öld, en einnig sem óvenju spennandi sagnfræðisýningu og loks sem #metoo sögu frá fyrri öldum.
Lesa meira

 

41673932_257862458268312_2946976240893952000_n.jpg