P1220640_Web.jpg

Skaftfell býður upp á farandlistsmiðju þar sem nemendur fá tækifæri til að fræðast um íslenska alþýðulist og alþýðulistamenn og vinna síðan verkefni í kjölfarið. Leiðbeinandi á vegum Skaftfells mun ferðast í alla skóla Austurlands og verður öllum nemendum á miðstigi boðin þátttaka. Verkefnið er einnig hluti af List fyrir alla.

Leiðbeinandi: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari barna í Myndlistaskóla Reykjavíkur og í Finnlandi. Guðrún Hrönn þróar verkefnið og miðlar því.

Tengiliður: Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells.
Tímabil verkefnis: 23. sept.-4. okt.
Tímalengd: Gert er ráð fyrir að smiðjan taki um 3-4 kennslustundir.
Aldur: Miðstig (5.-7. bekkur).

Markmið: Að búa til stuttar listsmiðjur á forsendum myndlistar og kynna fyrir nemendum með ólíkum hætti hina fjölmörgu snertifleti myndlistar.

Skráning: Tengiliður Skaftfells, Hanna Christel, mun setja sig í samband við alla skóla um miðjan ágúst n.k. hefja samtal um skráningu á fyrrgreindu tímabili. Fyrir frekari upplýsingar getið þið sent línu á fraedsla@skaftfell.is

Við viljum benda á að sérlegur ráðgjafi verkefnisins eru aðstandendur og stjórnendur Safnasafns á Svalbarðseyri og hvetjum við bæði nemendur og kennara sem vilja glöggva sig frekar á íslenskri alþýðulist að heimsækja þetta skemmtilega safn þegar þeim gefst tækifæri. Nánari upplýsingar um safnið:http://www.safnasafnid.is/