BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í annað sinn í september 2019 um allt Austurland og verður þemaverkefni hátíðarinnar „Tjáning án tungumáls“. Þar munu aðferðir myndlistar, tónlistar, dans og sirkuss verða nýttar til tjáningar, samveru og fjölbreyttrar skapandi vinnu.