Fáskrúðsfjörður-Photo-Sebastian-Ziegler-155_16_9.png

BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í annað sinn í september 2019 um allt Austurland og verður þemaverkefni hátíðarinnar „Tjáning án tungumáls“. Þar munu aðferðir myndlistar, tónlistar, dans og sirkuss verða nýttar til tjáningar, samveru og fjölbreyttrar skapandi vinnu.

Fáskrúðsfjörður-Photo-Sebastian-Ziegler-112.png

Fræðsluverkefni menningarmiðstöðvanna

Upptakturinn á Austurlandi

Áhersluverkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands snýr að tjáningu í gegnum tónlist. Unnið er markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og verður því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10. bekk.
Lesa meira

Íslensk Alþýðulist

Skaftfell menningarmiðstöð býður upp á farandlistsmiðju þar sem nemendur fá tækifæri til að fræðast um íslenska alþýðulist og alþýðulistamenn og vinna síðan verkefni í kjölfarið. Leiðbeinandi á vegum Skaftfells mun ferðast í alla skóla Austurlands og verður öllum nemendum á miðstigi boðin þátttaka. Verkefnið er einnig hluti af List fyrir alla. Lesa meira

Sunnifa

Sláturhúsið menningarsetur býður uppá fræðsluverkefni sem byggir á annarri af tveimur sumarsýningum Sláturhússins 2019. Í sýningunni er sögð saga Sunnefu Jónsdóttur frá Geitavík í Borgarfirði sem skoða má sem óleyst sakamál frá 18. öld, en einnig sem óvenju spennandi sagnfræðisýningu og sem #metoo sögu frá fyrri öldum. Lesa meira

DSC01590.jpg

Dagskrá Barnamenningarhátíðar árið 2019 er fjölbreytt og spennandi og nær hún yfir allan septembermánuð og fram í október. Ýmsir aðilar, víða um fjórðunginn taka virkan þátt í hátíðinni. Hér má finna yfirlit yfir þá opnu viðburði sem í boði eru. Auk þess má finna á heimasíðum sveitarfélaganna ýmislegt annað sem verður í boði. Hvetjum við alla til að kynna sér dagskrána vel og taka virkan þátt í þessari einstöku hátíð. 

Reyðarfjörður-Photo-Sebastian-Ziegler-107.png

Fyrir utan dagskrá opinna viðburða er mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í skólum fjórðungsins sem við hvetjum alla til að kynna sér. 

Artboard 1@2x.png